Arndís Anna, Orri Páll, Jakob Frímann
Vikulokin - En podcast av RÚV - Lördagar
![](https://is1-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts125/v4/fc/e7/0b/fce70ba8-a360-9982-3a1b-bbc3ed841100/mza_13230525306948904728.jpg/300x300bb-75.jpg)
Kategorier:
Gestir Vikulokanna voru Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vg, og Jakob Frímann Magnússon, þingmaður Flokks fólksins. Rætt var um þingsetningu í vikunni, bakslag í viðhorfum gagnvart hinsegin fólki og hatramma umræðu um kynfræðslu í grunnskólum, mörk hatursorðræðu og tjáningarfrelsis, tímabundna stöðvun hvalveiða vegna brota á skilyrðum fyrir áframhaldandi veiðum, og fjárlög. Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson Tæknimaður: Davíð Berndsen