Aðalsteinn Kjartansson, G. Pétur Matthíasson og Rakel Þorbergsdóttir
Vikulokin - En podcast av RÚV - Lördagar
![](https://is1-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts125/v4/fc/e7/0b/fce70ba8-a360-9982-3a1b-bbc3ed841100/mza_13230525306948904728.jpg/300x300bb-75.jpg)
Kategorier:
Gestir þáttarins eru ýmist fyrrverandi eða núverandi fjölmiðlafólk. Aðalsteinn Kjartansson, varaformaður Blaðamannafélags Íslands og blaðamaður á Heimildinni, G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar og fyrrverandi fréttamaður, og Rakel Þorbergsdóttir, samskiptaráðgjafi hjá NATÓ í Vilníus, og fyrrverandi fréttastjóri RÚV. Rætt er um aðgengismál fjölmiðla að Grindavík og hvernig málum hefur verið háttað í gegn um tíðina, upplýsingaóreiðu í heimsmálunum, stríð og gervigreind. Sunna Valgerðardóttir stýrir þættinum og tæknimaður er Jón Þór Helgason.