Menningarheimurinn - Rokktónlist
Útvarp Krakkarúv - En podcast av RÚV
![](https://is1-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts115/v4/b8/49/64/b8496420-0254-21a0-5cd3-f25f2b7ecc0b/mza_2779633081500731284.jpg/300x300bb-75.jpg)
Kategorier:
Tónlistarsería Útvarps KrakkaRÚV. Rokk, rapp, klassík, jazz, popp og raftónlist... Hvað er rokktónlist? Þarf að hafa sítt hár til að geta talist rokkari? Hvernig hljóðfæri eru í rokkhljómsveit? Hvað er riff? Hvernig eru rokklög gerð? Afhverju spila rokkarar svona hátt? Og hvaða suð er þetta sem maður heyrir alltaf á rokktónleikum? Í þessum þætti fáum við svör við öllum þessum spurningum og hlustum á góða rokktónlist. Sérfræðingur þáttarins er Hrafnkell Örn Guðjónsson, rokktrommuleikari Hugleiðingar um rokktónlist frá tónmenntanemendum í Ísakskóla. Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir