Móðursýkiskastið #2: „Það var ekki hlustað á mig“
Heimildin - Hlaðvörp - En podcast av Heimildin
![](https://is1-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts221/v4/aa/02/9b/aa029bef-f37c-0b17-6000-07d5991034e4/mza_9786100157163621607.jpg/300x300bb-75.jpg)
Kategorier:
„Það erfiðasta var að það var ekki hlustað á mig þegar ég sagði: Það er eitthvað óeðlilegt í gangi,“ segir Sigrún Lilja Guðjónsdóttir, sem gekk í gegnum mjög erfiða fæðingu með eftirmálum á borð við lífshættulegan blóðmissi, sýkingu, aðgerð og fæðingarþunglyndi. Hún kallar eftir því að betur sé hlustað á konur sem segja frá óeðlilegum sársauka og að neyðarþjónustu sé komið á fyrir þær sem lenda í alvarlegu fæðingarþunglyndi. Ragnhildur Þrastardóttir hefur umsjón með þáttaröðinni. Halldór Gunnar Pálsson hannaði stef og hljóðheim þáttanna.