Á vettvangi: Bráðamóttakan #3: Æsingsóráð á föstudagskvöldi
Heimildin - Hlaðvörp - En podcast av Heimildin
![](https://is1-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts221/v4/aa/02/9b/aa029bef-f37c-0b17-6000-07d5991034e4/mza_9786100157163621607.jpg/300x300bb-75.jpg)
Kategorier:
Í rúminu við gluggann liggur sjúklingur sem lenti í árekstri, var handtekinn og fluttur á bráðamóttökuna. Sjúklingurinn verður órólegur og nær að komast út af deildinni. Hann er fáklæddur og skólaus. Sérhfæfðir starfsmenn bráðamóttökunnar eru úti að leita að sjúklingnum og hjúkrunarfræðingur hringir á lögregluna. Í fjóra mánuði hefur Jóhannes Kr. Kristjánsson verið á vettvangi bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Í þáttaröðinni Á vettvangi sem unnin er fyrir Heimildina veitir hann einstaka innsýn inn í starfsemi bráðamóttökunnar, þar sem líf og heilsa einstaklinga er undir.