Neyslurými stórt skref
Spegillinn - Hlaðvarp - En podcast av RÚV
![](https://is1-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts115/v4/78/f0/76/78f0760e-3de0-e488-5e2e-2f0b945119a7/mza_1217189684918401028.jpg/300x300bb-75.jpg)
Kategorier:
Hjúkrunarfræðingur Frú Ragnheiðar segir að með opnun neyslurýmis fyrir sprautufíkla yrði stigið risastórt skref í skaðaminnkun. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um að sveitarfélögum verði heimilt að koma upp rýmum fyrir þá sem sprauta sig með fíkniefnum. Arnar Páll Hauksson talar við Elísabetu Brynjarsdóttur. Kosningabaráttan í Bretlandi er rétt að byrja og það liggur þegar í loftinu að hún verði einkar hörð og Brexit-áhrifin óútreiknanleg. Íhaldsflokkurinn þarf að verja um tíu prósenta forskot, Verkamannaflokkurinn að sýna samtakamátt og trú á flokksleiðtogann og minni flokkarnir að sanna fyrir kjósendum að atkvæði á þá sé ekki kastað á glæ í einmenningskjördæmakerfinu. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.