Miklar breytingar í bankageiranum og Tyrkneska Hollywood
Spegillinn - Hlaðvarp - En podcast av RÚV
![](https://is1-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts115/v4/78/f0/76/78f0760e-3de0-e488-5e2e-2f0b945119a7/mza_1217189684918401028.jpg/300x300bb-75.jpg)
Kategorier:
Hvernig verða bankar framtíðar? Verða kannski engir bankar? Undanfarin ár hafa orðið hraðar breytingar í bankageiranum og það eru frekari breytingar framundan. Breytingar sem áttu þátt í því að hundrað starfsmönnum var sagt upp í Arion banka í gær. Arnhildur Hálfdánardóttir talar við Gunnlaug Jónsson. Ólafur Árnason hjá Verkfræðistofunni Eflu hefur verkstýrði hópi fólks sem rýndi í gögn um ástand ferðaþjónustunnar í dag og hvernig best væri að standa að atvinnugreininni í framtíðinni. Kristján Sigurjónsson ræddi við Ólaf í dag. Tyrkneskir sjónvarpsþættir fara sigurför um heiminn og eru orðnir ein helsta útflutningsvara landsins. Vinsældir draumasmiðjunnar í Tyrklandi á heimsvísu nálgast nú ört Hollywood sem í áratugi hefur verið allsráðandi á markaðnum. Pálmi Jónasson segir frá.