Lífslíkur í Namibíu með þei minnstu í heiminum
Spegillinn - Hlaðvarp - En podcast av RÚV
![](https://is1-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts115/v4/78/f0/76/78f0760e-3de0-e488-5e2e-2f0b945119a7/mza_1217189684918401028.jpg/300x300bb-75.jpg)
Kategorier:
Namibía, land hinna hugrökku sem sigruðu í sjálfstæðisstríðinu. Þjóðsöngurinn var tekinn upp 1991 eftir sigur í sjálfstæðisstríðinu gegn Suður-Afríku. Áður höfðu þjóðsöngvar landsins verið á þýsku og fjallað um landið í suðvestri.Lífslíkur í Namibíu eru með þeim minnstu í heiminum. Þjóðarmorðin í Namibíu er sögð fyrirmynd Helfarar nasista í seinni heimstyrjöldinni og aðskilnaðarstefna Suður-Afríku lék landið grátt. Namibía fékk sjálfstæði árið 1990 og er enn að slíta barnsskónum sem þjóð meðal þjóða. Pálmi Jónasson fjallar um Namibíu. Kosningabaráttan í Bretlandi stendur yfir af fullum krafti. Athyglin beinist að leiðtogunum, slagorðunum og fylginu. Allt er þegar þrennt er - og þrjú orð virðast líka vera haldreipi Íhaldsflokksins, undir forystu Boris Johnson forsætisráðherra. Sigrún Davíðsdóttir fjallar um komandi kosningar í Bretlandi.