Tónlistarskóli Rangæinga, skógarhögg og svæðisgarðurinn Snæfellsnes
Sögur af landi - En podcast av RÚV
![](https://is1-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts115/v4/b2/99/34/b2993468-de15-ebfe-6420-f46081a0018c/mza_4248408785224864598.jpg/300x300bb-75.jpg)
Kategorier:
Við forvitnumst um starfsemi Tónlistarskóla Rangæinga og ræðum þar við Söndru Rún Jónsdóttur, skólastjóra tónlistarskólans. Því næst höldum við norður en þar er verið að ryðja skóg fyrir nýjan göngu- og hjólreiðastíg af Svalbarðsströnd til Akureyrar. Að lokum er ferðinni heitið í gamla félagsheimilið Breiðablik í Eyja- og Miklaholtshreppi en þar hefur verkefnastjóri svæðisgarðsins Snæfellsness starfsaðstöðu. Viðmælendur í þættinum eru Sandra Rún Jónsdóttir, Ingólfur Jóhannsson og Ragnhildur Sigurðardóttir. Efni í þáttinn unnu Gígja Hólmgeirsdóttir, Ágúst Ólafsson og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir