Sunnefa Jónsdóttir: Ofbeldi fyrr á öldum. Bryggjuspjall á Árskógssandi
Sögur af landi - En podcast av RÚV
![](https://is1-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts115/v4/b2/99/34/b2993468-de15-ebfe-6420-f46081a0018c/mza_4248408785224864598.jpg/300x300bb-75.jpg)
Kategorier:
Í fyrri hluta þáttarins er farið í heimsókn til Kristínar Amalíu Atladóttur, en Kristín hefur safnað heimildum um Sunnefu Jónsdóttur og aðrar konur sem dæmdar voru til dauða fyrir meint kynferðisbrot fyrr á öldum. Sögu Sunnefu þekkja margir en hún var var í tvígang dæmd til dauða fyrir meinta blóðskömm. Í seinni hluta þáttar er haldið á bryggjuna á Árskógssandi þar sem rætt er við Pétur Sigurðsson, framkvæmdarstjóra útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækisins Sólrúnar ehf. Fyrirtækið var stofnað fyrir sextíu árum þegar feðgar létu smíða fyrir sig bát á Akureyri og enn er útgerðin í eigu sömu fjölskyldu. Efni í þáttinn unnu: Rúnar Snær Reynisson og Ágúst Ólafsson. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir