Spjallað við Gunna Mall. Æviminningar Guðjóns R. Sigurðssonar
Sögur af landi - En podcast av RÚV
![](https://is1-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts115/v4/b2/99/34/b2993468-de15-ebfe-6420-f46081a0018c/mza_4248408785224864598.jpg/300x300bb-75.jpg)
Kategorier:
Í þættinum verður rætt við Gunnar Malmquist Gunnarsson, eða Gunna Mall eins og hann er oftast kallaður. Gunnar er faðir bræðranna Arons Einars og Arnórs Þórs, sem hafa gert það gott í sitthvorri boltagreininni. Aron Einar þekkja flestir fyrir að bera fyrirliðabandið hjá fótboltalandsliðinu. Það var svo tilkynnt á dögunum að bróðir hans, Arnór Þór, væri nýr fyrirliði íslenska handboltaliðsins, sem nú stendur í ströngu á HM í Egyptalandi. Í þættinum verður auk þess farið í heimsókn til skáldsins og þýðandans Þórðar Sævars Jónssonar, sem undanfarið hefur sökkt sér í handrit að æviminningum vesturfarans og alþýðulistamannsins Guðjóns R. Sigurðssonar. Guðjón fæddist árið 1903 á Hömrum í Mýrdalshreppi í Austur-Skaftafellssýslu. Hann bjó í Kanada í 37 ár, frá 1924 til 1961 en fluttist þá aftur til Íslands. Hann byggði sér lítið íbúðarhús á Fagurhólsmýri í Austur-Skaftafellssýslu og bjó þar til æviloka. Guðjón andaðist árið 1991 þá 88 ára gamall. Efni í þáttinn unnu Óðinn Svan Óðinsson og Gígja Hólmgeirsdóttir. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir