Sögur úr Fjallabyggð: Vitavörður, bæjarstjórinn og safnstjóri
Sögur af landi - En podcast av RÚV
![](https://is1-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts115/v4/b2/99/34/b2993468-de15-ebfe-6420-f46081a0018c/mza_4248408785224864598.jpg/300x300bb-75.jpg)
Kategorier:
Í þætti dagsins eru sagðar sögur frá Fjallabyggð. Fyrst förum við í heimsókn til Óskars Þráins Finnssonar, fyrrverandi sjómanns, vitavarðar og síðar kirkjuvarðar við Ólafsfjarðarkirkju. Óskar Þráinn er fæddur á bænum Ytri-Á á Kleifum í Ólafsfirði og er yngsti sonur hjónanna Mundínu Þorláksdóttur og Finns Björnssonar. Mundína og Finnur eignuðust saman tuttugu börn á árunum 1917-1945. Óskar segir frá lífi sínu og rifjar upp örlagaríkan dag þegar hann lenti í alvarlegu slysi sem vitavörður við Bríkurvita. Í þættinum kynnumst við einnig Elíasi Péturssyni, bæjarstjóra í Fjallabyggð og Anitu Elefsen, safnstjóra Síldarminjasafnsins á Siglufirði. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir