Rannsóknarsetur HÍ, tveir rostungar og Laxdalshús
Sögur af landi - En podcast av RÚV
![](https://is1-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts115/v4/b2/99/34/b2993468-de15-ebfe-6420-f46081a0018c/mza_4248408785224864598.jpg/300x300bb-75.jpg)
Kategorier:
Í þættinum heimsækjum við Þorvarð Árnason, sem er forstöðumaður Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Hornafirði. Með Vatnajökul í bakgarðinum er ekki að undra að þessi stærsti jökull landsins hefur spilað lykilhlutverk í fjölmörgum verkefnum Þorvarðar og rannsóknasetursins. Við rifjum líka upp sögu tveggja rostunga með tengingar við Ísland. Annan þeirra má finna uppstoppaðan á Þekkingarsetri Suðurnesja en hinn rataði í sögubækurnar þegar forsætisráðherrann Gunnar Thoroddsen bauð honum frítt far frá Bretlandi. Að lokum heimsækjum við elsta hús á Akureyri, svokallað Laxdalshús. Þar hefur margs konar starfsemi verið í gegnum tíðina en núna opnar þar sushi-veitingastaður og listavinnustofa. Viðmælendur í þættinum eru Þorvarður Árnason, Hanna María Kristjánsdóttir, Reynir Sveinsson og Jónína Björg Helgadóttir. Einnig eru flutt brot úr viðtali frá árinu 2008 við náttúrufræðinginn Ævar Petersen. Efni í þáttinn unnu Halla Ólafsdóttir, Gígja Hólmgeirsdóttir og Anna Þorbjörg Jónasdóttir. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir.