Hvanneyri, Tónlistarskóli Borgarfjarðar, Háskólinn á Hólum
Sögur af landi - En podcast av RÚV
![](https://is1-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts115/v4/b2/99/34/b2993468-de15-ebfe-6420-f46081a0018c/mza_4248408785224864598.jpg/300x300bb-75.jpg)
Kategorier:
Í þættinum verður forvitnast um starfsemi þriggja menntastofnana. Við heimsækjum fyrst Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Raghildur Helga Jónsdóttir aðjúnkt og safnstjóri Landbúnaðarsafns Íslands segir okkur frá staðnum og starfsemi safnsins. Því næst er ferðinni heitið í Tónlistarskóla Borgarfjarðar og ræðum þar við Árna Frey Jónsson tónlistarkennara en hann fer fyrir nýjum áfanga við skólann sem nýtir hljóðver sem hljóðfæri. Að lokum er ferðinni heitið á Hóla í Hjaltadal þar sem Hólmfríður Sveinsdóttir nýr rektor skólans segir okkur frá sjálfri sér og skólanum. Umsjón: Gígja Hólmgeirsóttir