Flakkað um Blönduós
Sögur af landi - En podcast av RÚV
![](https://is1-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts115/v4/b2/99/34/b2993468-de15-ebfe-6420-f46081a0018c/mza_4248408785224864598.jpg/300x300bb-75.jpg)
Kategorier:
Í þessum þætti er flakkað um bæinn Blönduós í Austur-Húnavatnssýslu. Þar mun Ágúst Þór Bergsson segja frá gömlu Blöndubrúnni sem búið er að gera upp og verður brátt notuð sem göngubrú yfir í Hrútey, eyju sem stendur mitt í jökulánni Blöndu. Einnig verður farið í heimsókn á eþíópíska veitingastaðinn Teni en þar eldar Liya Behaga eþíópíska rétti í bland við íslenskan heimilismat. Flakkið leiðir okkur einnig inn í stærstu ullarþvottastöð landsins þar sem verksmiðjustjórinn Guðmundur Svavarsson segir frá starfsemi Ullarþvottastöðvar Ístex á Blönduósi. Í framhaldinu rifjum við upp sigur Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps í keppninni Kórar Íslands sem fram fór árið 2017. Spilað er hljóðbrot úr kynningarefni Stöðvar 2 úr þáttunum. Að lokum er ferðinni heitið í Tónlistarskóla Austur-Húnvetninga þar sem skólastjórinn Hugrún Sif Hallgrímsdóttir segir frá sjálfri sér og starfsemi skólans. Hugrún rifjar meðal annars upp sögu Jónasar Tryggvasonar sem gaf húsið sem hýsir Tónlistarskólann. Í safni RÚV er varðveitt viðtal við Jónas sem Guðrún Guðlaugsdóttir tók á heimili Jónasar og flutt í útvarpinu þann 9. maí 1984. Spilað er stutt brot úr þessu viðtali, auk þess sem lag Jónasar, Ég skal vaka í nótt, er spilað í flutningi Samkórsins Bjarkar þar sem einsöngvari er Þórhallur Barðason. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir