#73 Íslenskt rapp kannski aðeins að spá í að drepa sig
Skoðanabræður - En podcast av Bergþór Másson - Fredagar
Kategorier:
Andlát: Íslenskt rapp, segir Davíð Roach, gagnrýnandi Ríkisútvarpsins. Skoðanabræður fagna slíkri dáð, að lýsa yfir dauða einhvers sem auðvitað gefur sig út fyrir að vera sprelllifandi. Pistill sem vakti athygli ögn tekinn og skoðaður nánar, og komist að niðurstöðu um brotalamir í röksemdafærslu, sem eru þó auðvitað óhjákvæmilegar, enda röksemdafærslur á endanum ekki annað en bara tilfinningar. Annað rætt: Dýrafjörður sem ný skeggparadís, dauði sósíalismans, ágæti fóstureyðinga og margt annað skelfilegt. Allur þátturinn á Patreon, þar sem áskrift að vikulegum aukaþáttum fæst fyrir fimm Bandaríkjadali. Útvarp 101 biður að heilsa.