#58 Skoðanir Geoffrey Huntingdon-Williams
Skoðanabræður - En podcast av Bergþór Másson - Fredagar
Kategorier:
Kosningar á næsta leiti… til embættis næturborgarstjóra, bitch! Afsakið munnsöfnuðinn og dæmið hann ómarktækan, en þið takið ekki af manninum embættið. Það er að vísu ekki til enn sem komið er en hvað um það. Spurningin er þessi: Hvað er að reka konunglegasta stað landsins, er það í grunninn að þrífa ælu og túrblóð í brotnu glasi ofan í klósetti eða er það að starfa daglega að þeirri göfugu hugsjón að gera Reykjavík að betri borg og Ísland að betra samfélagi og lífið að meiri veislu. Svarið, og hér ætti að standa hlustaðu á þáttinn til þess að komast að því hvað gerist, en það gerir það ekki, þannig að það stendur, svarið er að þetta eru tvær ár sem renna að sama ósi. En til þess að skilja hvernig, hlustaðu á þáttinn! „Ég nenni ekki að tala um neina fokking rýrnun“ er dæmi um quote í Geoff í þættinum, sem, ef þér vituð ekki enn, rekstrarstjóri Priksins. Skoðanabræður. Farðu inn á www.patreon.com/skodanabraedur til að fá þættina áður en þeir koma opinberlega og til að fá tvo sérstaka gasþætti í hverjum mánuði.