#32 Odd Þórða og versta skiptinám sögunnar, sem blessunarlega tekur nú snöggan enda
Skoðanabræður - En podcast av Bergþór Másson - Fredagar
Kategorier:
„Það hefur enginn skiptinemi í mannkynssögunni nýtt tímann verr heldur en ég,“ segir viðmælandi. Odd Þórða var fyrsti Íslendingurinn sem Skoðanabræður fabúleruðu um að væri kominn með Covid-19, þar sem hann dvaldi í ömurlegu skiptinámi í Southampton (sjá þátt #21). Eftir 7 mánuði inni í herbergi er Odd á leið í einkaþotu heim á sunnudaginn, mun fyrr en áætlað var, og því ber að fagna: Dvölinni er lokið, sem hann segir réttast að hann fengi kafla fyrir í heimsmetabók Guinness, nefnilega fyrir „versta skiptinám allra tíma.“ Hann segir hér í smáatriðum frá þeim breytingum sem orðið hafa á högum hans síðan síðast, þriðji karlmaður vikunnar sögunnar til þess að vera gestur þáttarins tvisvar. Skjótt skipast veður í lofti á þessum síðustu og bestu – örlög ráðast á svipstundu, sem annars hefðu líkast til orðið önnur. Skoðanabræður eru sagnaþulir samtímans og hlutverk þeirra er fanga þessar sögur í orð og skrásetja það sem annars hefði fokið út í vindinn. Á sama tíma eru þeir sjálfir viðfang eigin skrásetningar, nú þegar suðrið sæla andar vindum þýðum og það vorar í mestu borgum Evrópu, tekur Snorri saman föggur sínar og álpast með fyrsta flugi heim, nánar tiltekið kórónavél sérstakri, og lendir á miðnætti í kvöld. Hann, sem hugðist halda kyrru fyrir í Berlín, biðja að heilsa öllum heima rómi blíðum og koma síðan með haustskipum, sér sóttarsæng sína nú uppreidda og kemur heim með skottið á milli lappanna. Til þess að kynnast þættinum efnilega er mælst til þess að hlustendur stilli töppunum haganlega í eyrun og kveiki á þessari músík. Hér er síður en svo aðeins verið að ræða kórónaveiruna þó að vissulega svífi hún yfir vötnum. Þetta helvíti er á vegum Útvarps 101 og er alfarið rekið með framlögum frá hlustendum með því að senda pening með AUR eða KASS í númer 661-4648.