#31 Skoðanabræðralagið – virðing á nafn Sigurðar Stefáns - svívirðing á nafn Björns Þorlákssonar

Skoðanabræður - En podcast av Bergþór Másson - Fredagar

Kategorier:

Þessi var að setja virðingu á nafnið. Og þessi var að setja virðingu á nafnið. Heyrðu, síðan var þessi að setja virðingu á nafnið. Og veistu hver er búinn að vera að hlusta frá vordögum Skoðanabræðra? Björn Þorláksson. Frá honum hafa Skoðanabræður þó ekki séð túmark með gati á. Svívirðing sett á nafn hans þetta skiptið. Skoðanabræður þiggja engan pening frá fjársterkum aðilum sem kynnu að vilja hafa nokkuð um efnistök þeirrar fjölmiðlunar að segja. Þeir þiggja vald sitt einvörðungu frá hlustendum sínum, sem styrkja þá í gegnum AUR eða KASS í símanúmerið 661-4648. Það heitir að setja virðingu á nafnið, að styrkja frjálsa fjölmiðlun. Getur verið 500 kall, 1000 kall, getur verið 2000 kall eða 10000 kall – alveg sama; nafnið þitt verður nefnt í þessum þætti óskirðu ekki nafnleyndar. Með því höldum við áfram þeirri samfélagslegu vegferð sem við erum á. Þessir þættir koma út á tveggja vikna fresti á þriðjudögum. Skoðanabræður eru ekki til án Skoðanabræðralagsins – en Skoðanabræðralagið væri líka ekkert án Skoðanabræðra, og þess vegna þurfa þeir styrki. Styrkirnar fara síðan undir engum kringumstæðum í „laun“ heldur renna þeir beint í umbætur á efninu. Þeim mun meiri sem þeir eru – þeim mun betri eru þættirnir. Samtalsþættir koma út á þriðjudögum á tveggja vikna fresti.