#19 Skoðanir Jakobs Birgissonar
Skoðanabræður - En podcast av Bergþór Másson - Fredagar
Kategorier:
Velkomin í Live Fílalag! Í dag fílum við göndulinn á Jakobi Birgissyni í beinni á Port 9, þátturinn afrakstur þeirrar kynlegu iðju. En fyrst: Svívirðum þá sem melduðu sig en mættu ekki, tóku þannig pláss frá þeim sem raunverulega vildu koma, þeim sem raunverulega eru meðlimir í Skoðanabræðralaginu, þeim sem setja virðingu á annarra manna nöfn. Þessi þáttur er einn af tveimur bónusþáttum Skoðanabræðra, sem þeir láta ókeypis í té hlustendum sínum eftir þrálátar óskir um meira efni, meiri Skoðanabræður, meiri veislu. Kalli þeirra er svarað. Kalli Skoðanabræðra eftir styrkjum, þ.e. mannsæmandi launum fyrir sín störf, ætti líka að vera svarað og það getur verið gert með því að AURA eða KASSA í númerið 661-4648. Síðasta tækifæri til að koma skilaboðum á framfæri í þættinum er núna. En áfram verður hægt að styrkja um aldur og ævi, á meðan nafn Skoðanabræðra lifir. Jakob Birgisson er king uppistandari, góðvinur Skoðanabræðra og tölfræðilega líklegasti karlmaður vikunnar. Hér ræðir hann það sem Skoðanabræður ræða best: eiturlyf, klám og hörundsára krossfittara. Auðvitað af sömu nærgætni og endranær, Skoðanabræður eru meistarar aðgátar hafðar í nærveru sálar. Þessi Skoðanabræðraþáttur er sérstakur að því leyti að áfengi var haft við hönd, sem ef til vill var í hæsta máta óæskilegt, en var alltént gert. Það gefur tjáningunni lausari tauminn, enda ærið tilefni til ráðstafana sem stuðla að því, á víðsjárverðum tímum, þar sem þrengt er að tjáningarfrelsinu úr öllum áttum. Tímum, þar sem nauðsynlegt er að stofna embætti eins og barnaperraráðherra. Það líður að lokum þessarar vegferðar og viðeigandi að þar stígi Jakob inn og bendi á það sem miður hefur farið, og það sem betur má fara á komandi tímum. Þátturinn er innlegg inn í þá uppbyggilegu umræðu sem ávallt fer fram á þessum vettvangi, og hefur ávallt gert. Og vel er að merkja, að þó að fýsískt hafi aðildin verið átt á Port 9, þeim virðingarverða stað, er vettvangurinn Útvarps 101. Allt sem er sagt um Íslandsbanka í þessum þætti er ósatt. En það er athyglisvert, og varð að koma fram.