#16 Skoðanir Skoðanamóðurinnar

Skoðanabræður - En podcast av Bergþór Másson - Fredagar

Kategorier:

–Nærbuxur, skyrtur, dósir, bollar, diskar, handklæði, sokkar. Allt á gólfinu á víð og dreif um íbúðina. Bergþór kemur heim, sópar þessu öllu saman og hrúgar í rúmið hans Snorra. Illa vegið að góðum manni – ófagleg vinnubrögð. –En þeir eru vel upp aldir af móður sinni, sem hér er mætt í Skoðanabræður, Skoðanamóðirin! Hún fæddi þessa menn og auðvitað vinda menn sér umsvifalaust í þá umræðu: Hvað er að eiga barn? Er það sjúkdómur eða er það lífrænt ferli? Því svarað, að vonum. Má fæða börn heima?  –Margrét Jónsdóttir Njarðvík er karlmaður vikunnar. Ber er hver að baki nema sér móður eigi. Móðirin axlar ábyrgðina, hún ber ábyrgð á þremur karlmönnum þessa heims. Það er ábyrgðarhluti, þess vegna voru synirnir settir í „Ég axla ábyrgð“-nærbuxur þegar þeir voru litlir. Þeir hafa þurrkað út þær minningar. Stígamótamerch, sem kemur á daginn að er ekki nógu skemmtilegur vinnustaður. Það er alltént mál manna, Bergþórs. –Ýmislegt rifjað upp. Óvatnsgreiddir íslenskir drengir í kaþólskum nunnuskóla í Sevilla rétt upp úr aldamótum, sérferð með Snorra til Spánar, sérferð með Bergþór til Danmerkur. Lífið var gott og það er gott að koma mönnum til manns. Þá er ónefndur þriðji og elsti, Ari Ma, skoðanabróðir mikill. –Þátturinn er góður, en bara af því að Snorri náði í byrjun að jafna sig á bráðsmitandi bráðaþunglyndinu sem sveif á hann í upphafi þáttar. –Styrkið frjálsa fjölmiðlun með AUR eða KASS í síma 661-4648. –Safinn var skaptur innan vébanda samsteypunnar 101.