#15 Skoðanir Katrínar Jakobsdóttur
Skoðanabræður - En podcast av Bergþór Másson - Fredagar
Kategorier:
Hlustaðu til að heyra hvort Katrín Jakobsdóttir drekki fimm eða tíu vínglös á viku! –Karlmaður vikunnar. Þetta finnst feminískum forsætisráðherra gott grín. Og hann, hún, reynir að standa undir nafni! –Sú tilraun ber árangur. –They sitja eftir með sárt ennið. Ein valdamesta persóna á Íslandi í viðtali hjá Skoðanabræðrum. Hver hefði haldið. Hún var nörruð í þennan þátt... á fölskum forsendum, segir hún… ekki satt! Forsætisráðherra var öllu heldur ljúft og skylt að koma til skyldmenna sinna, Skoðanabræðra. Þau eru öll afkomendur Jóns Thoroddsen. –Í því samhengi: óhjákvæmilega rædd hin meinta fyrsta íslenska skáldsaga, sem nákvæmlega helmingur ritstjórnar Skoðanabræðra hefur gefið sér tíma í að lesa. Hinn ekki. –Katrín Jakobsdóttir prófaði golf í fyrsta skipti í sumar. Hér segja Skoðanabræður þá frétt, fyrstir miðla. –Hún vann líka sem póstburðarmaður á sínum tíma og lærði þar að líta einkasamskipti fólks öðrum augum en hversdagslegum. Skilaboð á Facebook eru ekki eldhúsborð, þau eru bréf. –Og samfélagsmiðlakvíðinn sá arna. Er pólitískur leiðtogi Íslendinga haldinn honum? Svo virðist ekki vera. Hlustaðu til að komast að því! –Það hefur aldrei riðið meira á að styrkja frjálsa fjölmiðlun. Skoðanabræður – þeir veita valdhöfum aðhald. Og þiggja styrki fyrir í síma 661-4648 á Aur eða Kass. Það er á vettvangi Útvarps 101 sem Skoðanabræður töfra gæðaefni þetta fram af sinni alkunnu list.