Galdrafár I
Myrka Ísland - En podcast av Sigrún Elíasdóttir
![](https://is1-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts221/v4/93/b9/66/93b966fa-f19b-1014-8874-4fa8b6afbd5c/mza_18024729394776643153.jpg/300x300bb-75.jpg)
Hvað er betra en að ylja sér við dálítinn varðeld? Sennilega fátt nema ef varðeldurinn er gerður til að brenna manneskju fyrir galdra. Í landi þar sem erfitt er að vinna efni í lítinn bálköst, enduðu samt furðu margar ólánssamar sálir líf sitt einmitt þar. Ísland náði að taka þátt í brennufárinu sem barst frá Evrópu. Efnið er það viðamikið að þættinum verður skipt í tvennt.