Ferðalangurinn Guðríður Þorbjarnardóttir
Myrka Ísland - En podcast av Sigrún Elíasdóttir
![](https://is1-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts221/v4/93/b9/66/93b966fa-f19b-1014-8874-4fa8b6afbd5c/mza_18024729394776643153.jpg/300x300bb-75.jpg)
Förum nánast til upphafs Íslandssögunnar að þessu sinni og kynnumst hinni víðförlu konu Guðríði Þorbjarnardóttur sem samkvæmt sögum ferðaðist um allan hinn þekkta heim víkingatímans; frá Vesturheimi til Rómar. Sem er áhugavert út af fyrir sig. Enn áhugaverðara er hvernig hún hefur verið notuð til landkynninga og í þjóðernislegum áróðri. Jafnvel hægt að færa rök fyrir því að hún hafi verið tekin í nútímalega dýrðlingatölu.