Roðagyllum heiminn, leiklistarkennsluaðferðir og veðurspjallið með Einari

Mannlegi þátturinn - En podcast av RÚV

Soroptimistasamband Íslands samanstendur af 20 klúbbum um allt land sem eru hluti af alþjóðlegum samtökum kvenna sem stuðla að bættri stöðu kvenna og stúlkna um allan heim. Á sunnudaginn var Soroptimistaklúbbur Vestfjarða stofnaður. Við töluðum við Sigríði Kr. Gísladóttur og Hörpu Guðmundsdóttur um Soroptimista og þeirra starf og átakið Roðagyllum heiminn, en í gær, á alþjóðlegum baráttudegi gegn kynbundnu ofbeldi, hófst 16 daga vitundarvakning þar sem Soroptimistar fræða fólk til að þekkja rauðu aðvörunarljósin þegar kemur að stafrænu ofbeldi. FLÍSS, Félag um leiklist í skólastarfi, heldur hátíðlegan IDEA daginn á morgun. IDEA eru alþjóðasamtök leiklistar/leikhúss og menntunar. Haldið er upp á daginn árlega til þess að fagna og minna á mikilvægi þess að nota kennsluaðferðir leiklistar í skólum landsins. Leiklist kom inn í Aðalnámskrá grunnskóla árið 2013 og er nú orðin að fullgildri kennslugrein til jafns við aðrar listgreinar. Ása Helga Ragnarsdóttir, formaður FLÍSS, og Halldóra Björnsdóttir leikkona og leiklistarkennari komu í þáttinn. Einar Sveinbjörnsson kom til okkar í Veðurspjallið í dag. Í þetta sinn fræddi hann okkur um daggarmark loftsins, veðurútlit næstu daga og kosningaveðrið en mikil óvissa er í spám eftir að þessum frostakafla lýkur. Að lokum sagði hann okkur frá bókinni Veðurfregnir og jarðafarir eftir Maó Alheimsdóttur, en það er skáldsaga þar sem veðurfræðingur er ein aðalpersónan. Tónlist í þættinum: Borð fyrir tvo / Hjálmar (Sigurður Halldór Guðmundsson, texti Bragi Valdimar Skúlasons) Smile / Nat King Cole ( Charlie Chaplin, Geoffrey Parsons og John Turner) Knowing me knowing you / ABBA (Benny og Björn) Ástarsæla / Júníus Meyvant (Gunnar Þórðarson og Þorsteinn Eggertsson) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON