Pálmi Guðmundsson föstudagsgestur og matarspjall um kaffi
Mannlegi þátturinn - En podcast av RÚV

Kategorier:
Föstudagsgesturinn Mannlega þáttarins í þetta sinn var Pálmi Guðmundsson, hann var markaðs- og dagskrárstjóri á Stöð 2 í 12 ár og dagskrárstjóri hjá Sjónvarpi Símans í 10 ár en starfar nú sem forstöðumaður stafrænnar þróunar hjá Árvakri, Morgunblaðinu og mbl.is. Pálmi er fjölmiðla- og rekstrarhagfræðingur, lagði stund á fjölmiðlafræði í Arizona í Bandaríkjunum og vann meðal annars hér ár RÚV meðfram náminu. Eftir námið hefur hann meira og minna unnið í fjölmiðlum. Við fórum með honum aftur í tímann á æskuslóðirnar í Árbænum, upphafsárin í útvarpinu á Stjörnunni og Bylgjunni og svo á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag. Matarspjallið í dag snéri að öllu leyti um kaffi. Hvað er gott kaffi og hvernig notum við t.d. kaffi í matargerð? Við rifjuðum upp fyrstu kynni okkar af kaffi, kaffisull, Neskaffi og fleira með Sigurlaugu Margréti í dag. Tónlist í þættinum: Ó hvað get ég gert / Hljómsveit Ingimars Eydal (Þorvaldur Halldórsson og Ómar Ragnarsson) Einhversstaðar einhverntíma aftur / Ellen Kristjánsdóttir og Mannakorn (Magnús Eiríksson) Ást er æði / Ragnheiður Gröndal og Björgvin Halldórsson(Sam Brooker, texti e. Kristin G. Bjarnason) UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR