Þór Freysson föstudagsgestur og matarspjall um fisk og sósur
Mannlegi þátturinn - En podcast av RÚV

Kategorier:
Þór Freysson útsendingarstjóri, upptökustjóri, framleiðandi og tónlistarmaður var föstudagsgesturinn okkar að þessu sinni. Þór hefur mikla reynslu af að stjórna stórum beinum útsendingum í sjónvarpi og er einmitt núna að stýra útsendingum Söngvakeppninnar. Þór byrjaði ungur á Stöð tvö sem hljóðmaður og vann sig svo upp, eins og algengt er í þessum bransa. Þór er gítarleikari í Baraflokknum frá Akureyri en þar liggja einmitt hans rætur, í Eyjafirði. Við fórum aftur í tímann og spjölluðum um lífið, tónlistina og vinnunna í sjónvarpinu með Þór Freyssyni í dag. Matarspjallið með Sigurlaugu Margréti var svo á sínum stað og í dag töluðum aðallega um fisk og sósur með fiski. Sigurlaug lumaaði að sjálfsögðu á einni franskri sem hún deildi með okkur. Tónlist í þætti dagsins: Mig dregur þrá / Hljómsveit Ingimars Eydal (Merle Kilgore, Claude King, texti Kristján frá Djúpalæk) Matter of time / Bara flokkurinn (Ásgeir Jónsson) Black days / Hvítá (Róbert Marshall) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON