Málbjörg og Stamvarpið, Veganestið á Vesturlandi og veðurspjallið
Mannlegi þátturinn - En podcast av RÚV

Kategorier:
Málbjörg er fyrir fólk sem stamar og aðstandendur þeirra. Markmið félagsins er að stuðla að umræðu um stam og vera vettvangur fyrir sjálfshjálp og einnig gefa þeim sem stama möguleika á að hjálpa hvert öðru með því að ræða saman í góðu umhverfi og skiptast á skoðunum og reynslu. Nú hefur félagið sett á fót hlaðvarp, Stamvarpið, og sú sem heldur utan um það heitir Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir og við ræddum við hana í þættinum og heyrðu brot úr Stamvarpinu, en í hljóðbútnum heyrðist í Sveini Snæ Kristjánssyni. Páll Ásgeir Ásgeirsson, útivista- og leiðsögumaður, sem kom í Sumarmál á þriðjudögum í sumar, kom í eitt síðasta skipti til okkar í dag. Hann sagði okkur frá áhugaverðum stöðum á Vesturlandi og tengdi meira að segja Vesturland við álfa, huldufólk, skrímsli og geimverur. Veðurspjallið með Einar Sveinbjörnssyni er komið aftur á dagskrá og í dag gerðum við upp með Einari veðursumarið, hita og úrkomu og fáaeina góða daga. Við sppjölluðum einnig um veðrið á Svalbarða sem hefur verið ótrúlega hlýtt sem og í N-Evrópu. Að lokum fjallaði Einar um horfurnar, hvort einhverjar breytingar séu í vændum og hvað gefa lengri tíma spár til kynna. Tónlist í þættinum: Ef að ég má / Friðrik Ómar (erlent lag, texti Óttar Felix Hauksson) Wonderful / Toggi (Hallgrímur Jón Helgason, Helgi Egilsson, Don Pedro,Sveinbjörn Bjarki Jónsson,Toggi, texti Toggi) Fyrirheitna landið / Geirfuglarnir og Jóhann Sigurðarson (Þorkell Heiðarsson) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON