Hildur Vala föstudagsgestur og rósakál og fennel í matarspjallinu

Mannlegi þátturinn - En podcast av RÚV

Föstudagsgesturinn okkar að þessu sinni var Hildur Vala Einarsdóttir tónlistarkona. Það er óhætt að segja að henni hafi skotið skyndilega upp á íslenska stjörnuhimininn árið 2005 í annari þáttaröð af söngvakeppninni Idol-stjörnuleit, en hún sigraði þá keppni 23 ára að aldri. En síðan eru liðin mörg ár og í dag sinnir Hildur Vala söngkennslu við Tónlistarskóla FÍH, sinnir eigin tónsmíðum og syngur víða á tónleikum. Við forum með Hildi Völu aftur í tímann og forvitnuðumst um hennar rætur og hvernig tónlistin kom til hennar og svo fórum við á handahlaupum til dagsins í dag. Í matarspjalli dagsins töluðum við svo um grænmeti sem janvel einhverjir forðast, rósakál og fennel. Rósakálið hefur þó komið sterkt inn síðustu ár eftir parað við beikon. En hvað dettur okkur í hug þegar fennel berst í tal? Sigurlaug Margrét var með þóttafullan svip því hún er talsvert andsnúin annarri tegundinni. Rósakáli þá eða Fennel? Það kemur í ljós matarspjalli dagsins. Tónlist í þættinum í dag: Betri tíð / Hildur Vala Einarsdóttir (Valgeir Guðjónsson og Þórður Árnason) Oddaflug / Hildur Vala Einarsdóttir (Hildur Vala Einarsdóttir) For once in my life / Stevie Wonder (Ron Miller & Orlando Murden) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON