Tomi Ungerer og Lífið í Tjarnarbíó
Krakkavikan - En podcast av RÚV
![](https://is4-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts125/v4/b9/b2/2e/b9b22e02-611b-a44b-05d6-d2c41f80fa64/mza_6743460178964212902.jpg/300x300bb-75.jpg)
Kategorier:
Í kvöld er fjallað um þrjár barnabækur eftir Tomi Ungerer sem eru nýkomnar út í íslenskri þýðingu Sverris Norland. Rætt verður við þýðandann og lesin verða brot úr bókunum. Þá er líka talað við aðstandendur barnasýningarinnar Lífið sem hefur snúið aftur í Tjarnarbíó. Í KrakkaVikunni er skyggnst inn í heim barnamenningar. Við fjöllum um skemmtilega viðburði og það sem er framundan hjá KrakkaRÚV og UngRÚV. Við fjöllum líka um það sem bar á góma í Krakkafréttum vikunnar, fræðumst um tækni og töfra og allt þar á milli. Gestir: Sverrir Norland, rithöfundur og þýðandi Sólveig Guðmundsdóttir, leikkona Sveinn Ólafur Gunnarsson, leikari Helga Arnalds, listrænn stjórnandi Lesari: Sigyn Blöndal Umsjón: Jóhannes Ólafsson.