Rúnar Kárason og Hanna Guðrún Stefánsdóttir
Íþróttavarp RÚV - En podcast av RÚV
![](https://is1-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts125/v4/fe/6b/0d/fe6b0da3-700b-e14e-f62f-0dbe7eed9efb/mza_16266654489682928790.jpg/300x300bb-75.jpg)
Kategorier:
Íþróttavarpið er handboltatengt þessa vikuna. Gestir eru Hanna Guðrún Stefánsdóttir og Rúnar Kárason. Hanna lagði skóna á hilluna í síðustu viku eftir heil 28 ár í meistaraflokki. Hún fer yfir ferilinn og boltann. Rúnar Kárason stendur svo bæði í ströngu og á tímamótum. Hann er kominn í úrslit Olísdeildarinnar með ÍBV en skiptir á næsta ári í sitt uppeldisfélag, Fram. Hann fer yfir langan og viðburðaríkan feril.