EM í handbolta - Dagur Sigurðsson
Íþróttavarp RÚV - En podcast av RÚV
![](https://is1-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts125/v4/fe/6b/0d/fe6b0da3-700b-e14e-f62f-0dbe7eed9efb/mza_16266654489682928790.jpg/300x300bb-75.jpg)
Kategorier:
Dagur Sigurðsson er gestur Íþróttavarpsins í dag. Dagur er eini Íslendingurinn sem hefur unnið EM karla í handbolta. Það gerði hann 2016 þegar hann stýrði Þýskalandi til sigurs. Dagur fór yfir víðan völl í þætti dagsins og rýndi meðal annars í mótherja Íslands á morgun, lið Portúgals. Í þættinum kom líka fram að Dagur bætist við sérfræðingahóp EM stofunnar á RÚV. Hann verður þar með Loga Geirssyni og Ólafi Stefánssyni undir styrkri stjórn Kristjönu Arnarsdóttur. Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson og Gunnar Birgisson.