"Það þarf heilt þorp til að gera við streng" - sagan af viðgerðinni á Vestmannaeyjastreng 3
Hlaðvarp Landsnets - En podcast av Landsnet

Kategorier:
Þann 30. janúar 2023 kom upp bilun á Vestmannaeyjastreng 3, sæstrengnum sem liggur frá Rimakoti og út Eyjar. Í upphafi óraði engan fyrir því að fram undan væri ríflega hálft ár þar til strengurinn væri kominn aftur í rekstur. Okkar fólk var ótrúlega lausnamiðað þegar kom að undirbúningi, viðgerðinni og að halda ljósunum á eyjunni logandi allan tímann. Til að segja okkur söguna af af viðgerðinni fengum við þá Þórarinn Bjarnason fyrirliða reksturs lína og Helga Bogason forstöðumann aðfangastýringar að hljóðnemanum í Landsnetshlaðvarpinu en þeir spiluðu báðir stórt hlutverk í sögunni.