Friðarráðstefna í Reykjavík, breskir Íhaldsmenn hrökkva til hægri
Heimsglugginn - En podcast av RÚV - Torsdagar
![](https://is1-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts115/v4/81/49/94/8149942f-2e75-bac6-f485-0da781e25810/mza_3881819415568696438.jpg/300x300bb-75.jpg)
Kategorier:
Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, var gestur Heimsgluggans og ræddi friðarráðstefnu Höfða, friðarseturs Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands, sem fer fram í Iðnó í dag. Bogi Ágústsson, Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu svo um leiðtogakjör í breska Íhaldsflokknum þar sem almennir félagar kjósa leiðtoga í stað Rishi Sunaks. Eftir kosningar í þingflokknum standa eftir Kemi Badenoch og Robert Jenrick sem bæði eru úr hægri armi flokksins. Fréttaskýrendur telja að bæði Frjálslyndir demókratar og Verkamannaflokksmenn fagni því að Íhaldsflokkurinn taki hægri beygju.