75 ár frá undirritun Atlantshafssáttmálans
Heimsglugginn - En podcast av RÚV - Torsdagar
![](https://is1-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts115/v4/81/49/94/8149942f-2e75-bac6-f485-0da781e25810/mza_3881819415568696438.jpg/300x300bb-75.jpg)
Kategorier:
Björn Bjarnason var gestur Heimsgluggans og þeir Bogi Ágústsson ræddu Atlantshafsbandalagið en 75 ár eru í dag frá því stofnsáttmáli bandalagsins var undirritaður. Björn er fyrrverandi ráðherra og alþingismaður og jafnframt sérfræðingur um utanríkis-, öryggis- og varnarmál. Norræna ráðherranefndin fékk hann fyrir nokkrum árum til að gera tillögur um eflingu norræns utanríkismálasamstarfs. Bjarni Benediktsson, faðir Björns, var utanríkisráðherra 1949 og undirritaði Atlantshafssáttmálann fyrir hönd Íslands.