Tobba Marinós fór í gegnum fimm kostuleg kosningapartí.
Fram og til baka - En podcast av RÚV - Lördagar
Kategorier:
Upp var runninn kjördagur, þjóðin kaus sér nýja ábúendur á Bessastöðum og bar þátturinn Fram og til baka þennan morguninn keim af því öllu saman. Gestur þáttarins á milli kl. 08-09 var Tobba Marinós, fyrrum fjölmiðlakona sem söðlaði um á vormánuðum og tók við starfi upplýsingafulltrúa í ráðuneyti menningar og viðskipta. Hún sagði hlustendum frá þeim vistaskiptum og bauð hún svo upp á hressandi frásögn af fimm kosningapartíum í Fimmu dagsins. Við héldum ótrauð áfram út frá frásögn Tobbu í að bjóða upp á kosningapartí í Fram og til baka. Hlaðborð var drekkhlaðið af alls konar kræsingum í öllum litum, fast og fljótandi. Hér má sjá hlaðborðið: Fyrri hluti þáttar: Stuðmenn - Út í veður og vind. Fleetwood Mac - The Chain. Besti flokkurinn - Besta lag í heimi Skakkamanage og Prins Póló - Partýþoka. Magnús Eiríksson - Komdu Í Partý. The Smiths - Heaven knows I'm miserable now. Seinni hluti þáttar: Harry Nilson - Coconut. Nýdönsk - Kirsuber. Haukar - Fiskurinn hennar Stínu. Ríó Tríó - Romm og Kóka Kóla. UB40 - Red Red Wine. Jolli & Kóla - Bíldudals grænar baunir. Stuðmenn - Úfó. Prins Póló - Bragðarefur. Presidents of The United States of America - Peaches. Holmes, Rupert - Escape (The Pina Colada Song). Sigurður Guðmundsson og Memfismafían - Síðasti Móhítótinn. R.E.M. - Orange Crush.