Jelena Ćirić flutti fimm safaríkar ávaxtasögur.
Fram og til baka - En podcast av RÚV - Lördagar
Kategorier:
Aðalgestur Fram og til baka þennan morguninn var Jelena Ćirić blaða- og tónlistarkona. Jelena er söngvaskáld og hefur vakið mikla athygli fyrir sína tónlist, fengið í fjórgang tilnefningar til Íslensku tónistarverðlaunanna og hlaut þau svo árið 2021. Jelena fæddist í Serbíu, ólst upp í Kanada og býr nú ásamt manni sínum í Reykjavík. Hún hefur því komið víða við og kynnst á sínum ferðalögum fjölmörgum ljúffengum ávöxtum. Hún bauð því upp á safaríka Fimmu sem við hlustendur fáum að njóta ávaxtanna af. Í seinni hluta þáttar hringdum við í Kristínu Andreu Þórðardóttur sem er ein skipuleggjenda Skjaldborgar, heimildamyndahátíðarinnar á Patreksfirði. Þar var allt í blússandi gangi og fjölmenn hátíð fram undan alla helgina. Svo var það tónlistin, í tilefni Hvítasunnu voru leikin lög sem innihéldu hvítan lit.