Hallgrímur Helgason í fimmu
Fram og til baka - En podcast av RÚV - Lördagar
Kategorier:
Einn helsti sagnamaður þjóðarinnar Hallgrímur Helgason sagði af fimm myndlistarsýningum sem hafa haft áhrif á líf hans og list. Hallgrímur er jafnvígur á ritlistina og myndlistina en hann mun verða mjög áberandi á báðum sviðum nú á haustdögum. Á Kjarvalsstöðum opnar yfirlitssýning um verk hans þann 19. október og í vikunni á eftir kemur þriðja bókin í Sextíu kíló þríleiknum út en það er bók sem heitri Sextíu kíló af sunnudögum. Hallgrímur fór um víðan völl í skemmtilegu spjalli sem snertir jafnt á listinni sem því persónulega. Í síðari hluta þáttarins settist leikstjórinn Agnes Wild í sæti viðmælandans og sagði af nýjum söngleik sönghópsins Viðlags, Við erum hér, sem verður frumsýndur í Tjarnarbíói þann 15. október. lagalisti: Jón Ólafsson - Afstæðiskenning ástarinnar Sam Cooke - A change will come Nina Simone - My baby just cares for me Supersport - Gráta smá Peter Gabriel - Solsbury Hill Bogomil Font - Skítaveður Queen - Somebody to love Sam Smith - You will be found Greatest Showman - From now on Sabrina Carpenter - Please please please GDRN - Utan þjónustusvæðis Nýdönsk - Fullkomið farartæki Mörland - A Monster Like Me OMD - If you leave