Enski boltinn - Alvöru slagur þegar erkifjendur mættust
Fotbolti.net - En podcast av Fotbolti.net
![](https://is2-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts115/v4/41/83/da/4183da64-2f58-a489-5518-d80e6537fb52/mza_8633700291326584410.jpg/300x300bb-75.jpg)
Kategorier:
Erkifjendurnir Liverpool og Manchester United áttust við í ensku úrvalsdeildinni í gær og enduðu leikar með jafntefli í fjörugum leik. Það má svo sannarlega telja þetta til óvæntra úrslita þar sem flestir bjuggust nú við öruggum sigri Liverpool. Drummerinn sjálfur, Jóhann D Bianco, var ekki einn þeirra en hann er mikill stuðningsmaður Manchester United og hafði trú á sínum mönnum fyrir leikinn. Joey var gestur í Enski boltinn hlaðvarpinu í dag og fór yfir málin ásamt Guðmuni Aðalsteini og Magnúsi Hauki Harðarsyni. Farið var mikið yfir leik Liverpool og Man Utd, og þá var snert á öðrum leikjum helgarinnar.