One Headlight – Glætan og myrkrið
Fílalag - En podcast av Fílalag - Fredagar
![](https://is4-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts115/v4/bf/54/8a/bf548a5f-81de-6424-c589-fadda5612cd2/mza_2950754803101020274.jpg/300x300bb-75.jpg)
Kategorier:
The Wallflowers – One Headlight Ég veit hvað þú gerðir síðasta sumar. Þú keyrðir yfir brúna hjá sýslumörkunum á einni lukt og bjúikkinn hvarf inn í myrkrið. Það komast ekki allir á Kirkjugarðsballið í haust sem ætluðu þangað í vor. Maísakurinn. Bregðuruslið. Sætir unglingar leiknir af þrítugum alkóhólistum. Hörð ljós níunnar. Ein lukt. Beint í andlitið, beint í grímuna, beint í meitlað spjaldið. Múltí-platína. Gubbað í fötu. Kjálkar, haka, nef, augu. Rokkið er í andaslitrunum. Það var í andaslitrunum 1957, 1967, 1977, 1987 og 1997. Og alltaf var því bjargað af dreamy drulluhala með telecaster. Addams-fjölskyldan. Yfirgefnar timburhallir. Lakkaðar líkkistur. Djúplakkaðar, póleraðar, valhnotuhirslur. Upplausn hugmynda. Endurfæðing. Bestun. Þorgeir Ástvaldsson með hvíta hanska. Heisið, meisið, þykknið, myrkrið. Skaðræði, ofbeldi. Ameríka. Ein lukt er allt sem þarf.