Svörtu sauðirnir í ferðaþjónustunni: 90 milljóna þrot og starfsfólk situr eftir
Þetta helst - En podcast av RÚV
![](https://is1-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts112/v4/e2/25/0c/e2250cd9-6ac9-49d7-89dc-ea861c73f14c/mza_10287938585269986150.jpg/300x300bb-75.jpg)
Kategorier:
Í dag fjöllum við um misbresti í rekstri og regluverki í íslenskri ferðaþjónustu og áhrif þessa á starfsfólk í greininni. Fjallað hefur verið um þetta efni út frá mismunandi vinklum í síðustu tveimur þáttum. Ferðaþjónustufyrirtækið Reykjavík Outventure varð gjaldþrota fyrr á árinu. Gjaldþrot félagsins er upp á um 90 milljónir króna, segir skiptastjórinn Helga Vala Helgadóttir. Eftir situr starfsfólk, aðallega verktakar, sem eiga háar kröfur á hendur félaginu. Eigandi ferðaþjónustunnar er með sams konar fyrirtæki í rekstri í öðru félagi sem heitir líku nafni og hið gjaldþrota félag. Rætt er við tvo stéttarfélagsmenn úr ferðaþjónustunni, Jón Pál Baldvinsson og Halldór Kolbeins, sem tala um svörtu sauðina í greininni og svo meirihlutann sem stendur sig vel.