Runólfur Pálson um skort á viðbrögðum við plastbarkamálinu
Þetta helst - En podcast av RÚV
![](https://is1-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts112/v4/e2/25/0c/e2250cd9-6ac9-49d7-89dc-ea861c73f14c/mza_10287938585269986150.jpg/300x300bb-75.jpg)
Kategorier:
Runólfur Pálsson forstjóri Landspítala segir frá því þegar hann bað ekkju fyrsta plastbarkaþegans afsökunar á þætti spítalans í málinu og hvers vegna hann telur rétt að hún fái bætur. Hann setur spurningamerki við þátt Sjúkratrygginga í málinu og telur rétt að fleiri stofnanir gangist við ábyrgð. Skort á viðbrögðum við málinu megi að hluta skýra með því að sjúklingurinn var Eritreumaður án baklands á Íslandi og ekki með þann stuðning sem vænta mætti ef um Íslending væri að ræða.