Ránið á Villa villisvíni upplýst
Þetta helst - En podcast av RÚV
![](https://is1-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts112/v4/e2/25/0c/e2250cd9-6ac9-49d7-89dc-ea861c73f14c/mza_10287938585269986150.jpg/300x300bb-75.jpg)
Kategorier:
Ráðgátan um uppstoppaða pólska villisvínið Villa vakti athygli þegar Þetta helst fjallaði um hana í síðasta mánuði. Danskur TikTok-áhrifavaldur tók málið meðal annars upp þar í landi. Málið fjallar um það að uppstoppuðu pólsku villisvíni á stærð við manneskju var stolið úr bílskúr á heimili fjölskyldu í Hafnarfirði árið 1996. Árið 2015 var villisvíninu skilað til fjöslkyldunnar. Í þessum þætti af Þetta helst er fjallað um ferðalag villisvínsins á þessum árum og sagt frá því hvar það var og hver skilaði því. Rætt er við Hafnfirðinginn Jón Össur Hansen. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson