Offramboðið á Bessastaði '24
Þetta helst - En podcast av RÚV
![](https://is1-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts112/v4/e2/25/0c/e2250cd9-6ac9-49d7-89dc-ea861c73f14c/mza_10287938585269986150.jpg/300x300bb-75.jpg)
Kategorier:
Nú eru 44 Íslendingar að safna undirskriftum á island.is til að geta boðið sig fram til forseta landsins í komandi kosningum. Sum virðast reyndar hafa ratað þangað fyrir misskilning, einhver skráðu sig á fylleríi og muna ekki eftir því, en sum eru þar af heilum hug. Tvö stór nöfn tilkynntu komu sína í baráttuna í vikunni og enn fleiri líklegir liggja undir hinum margumrædda og mikið notaða feldi. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Árna Sæberg, blaðamann á Vísi og umsjónarmann Forsetavaktarinnar, um offramboðið á frambjóðendunum.