Óbættur hjá garði í áratug: Líðan ekkju plastbarkaþegans
Þetta helst - En podcast av RÚV
![](https://is1-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts112/v4/e2/25/0c/e2250cd9-6ac9-49d7-89dc-ea861c73f14c/mza_10287938585269986150.jpg/300x300bb-75.jpg)
Kategorier:
Rúm tíu ár eru liðin frá því að fyrsti plastbarkaþeginn í heiminum, Andemariam Beyene, lést. Hann var búsettur á Íslandi þegar hann var sendur til Svíþjóðar til að fá læknismferð vegna krabbameins í hálsi. Eftir að aðgerðin var gerð kom í ljós að hún hafði aldrei verið reynd á dýrum áður en hún var prófuð á mönnum. Ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini var dæmdur í fangelsi vegna plastbarkamálsins í fyrra. Ekkja Andemariams, Mehrawit, hefur reynt að fá skaðabætur frá íslenska ríkinu vegna málsins. Embætti ríkislögmanns hafnaði skaðabótakröfu hennar nú í sumar. Lögmaður hennar ætlar að stefna íslenska ríkinu vegna málsins. Við heyrum frá Mehrawit og ræðum við lögmann hennar og sænskan rannsóknarblaðamann um málið.