Næstum eitt morð á mánuði
Þetta helst - En podcast av RÚV
![](https://is1-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts112/v4/e2/25/0c/e2250cd9-6ac9-49d7-89dc-ea861c73f14c/mza_10287938585269986150.jpg/300x300bb-75.jpg)
Kategorier:
Tvær manneskjur létu lífið um helgina þar sem mjög mikill grunur leikur á að glæpur hafi verið framinn. Annað morðið var framið í sumarbústað á Suðurlandi, hitt í Naustahverfi á Akureyri. Fimm manns voru settir í fangelsi, fjórir vegna annars glæpsins og einn vegna hins. Morð eru ekki algeng á Íslandi, þó að þau séu vissulega að færast í aukana. Á þessu ári sem ekki er hálfnað hafa að öllum líkindum verið framin þrjú manndráp. Næstum því eitt á mánuði. Sunna Valgerðardóttir skoðar þessi voðaverk og er hlustendum bent á áframhaldandi umfjöllun í Speglinum.