Lögregluofbeldi og stúdentamótmæli
Þetta helst - En podcast av RÚV
![](https://is1-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts112/v4/e2/25/0c/e2250cd9-6ac9-49d7-89dc-ea861c73f14c/mza_10287938585269986150.jpg/300x300bb-75.jpg)
Kategorier:
Stúdentar hafa sýnt Palestínufólki samstöðu víða um heim með mótmælum gegn stríðsrekstri Ísraelsmanna á Gaza. Alda samstöðumótmæla stúdenta sem hófst við Columbia háskóla í New York um miðjan apríl hefur nú breiðst út um háskóla víða í Evrópu. Tjaldbúðir má sjá á háskólalóðum í Bretlandi, Frakklandi, Ítalíu, Hollandi og fleiri löndum. Að mestu leyti fara þessi mótmæli friðsamlega fram, en athygli hefur vakið að lögregla hefur brugðist við af mikilli hörku, bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu. Í þættinum er rætt við Veigar Ölni Gunnarsson meistaranema í Hollandi og Silju Báru Ómarsdóttur alþjóðastjórnmálafræðing.