Ítök og áhrif íþróttafélaganna í samfélaginu í Hafnarfirði
Þetta helst - En podcast av RÚV
![](https://is1-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts112/v4/e2/25/0c/e2250cd9-6ac9-49d7-89dc-ea861c73f14c/mza_10287938585269986150.jpg/300x300bb-75.jpg)
Kategorier:
Íþróttafélögin FH og Haukar í Hafnarfirði hafa mikil ítök og áhrif á bæjarmálapólitíkina í Hafnarfirði. Nýi bæjarstjórinn segir að vægi þessara íþróttafélaga í samfélaginu í Hafnarfirði sé meira en gengur og gerist í öðrum sveitarfélögum sem hann þekkir til í. Fyrrverandi bæjarfulltrúi segir allt of lengi hafi hagsmunir þessara tveggja félaga litað kosningar og ákvarðanatöku í Hafnarfirði of mikið. Fjallað er um þetta í tengslum við nýlega umræðu um byggingu knatthússins Skessunnar í Hafnarfirði. Hafnarfjarðarbær er nú á lokametrunum að ganga frá kaupum á knatthúsinu af FH. Umdeilt var á sínum tíma hvort FH ætti sjálft að byggja knatthúsið eða hvort bærinn ætti einfaldlega að sjá um það sjálfur. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson