Hlustað á frambjóðendur og kjósendur tala saman
Þetta helst - En podcast av RÚV
![](https://is1-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts112/v4/e2/25/0c/e2250cd9-6ac9-49d7-89dc-ea861c73f14c/mza_10287938585269986150.jpg/300x300bb-75.jpg)
Kategorier:
Frambjóðendur stjórnmálaflokka verja nú dágóðum tíma í að hitta og tala við kjósendur. Kosið verður til Alþingis eftir rúmar tvær vikur. Á fimmtudaginn bauð Fjölbrautaskólinn í Breiðholti frambjóðendum úr ölllum flokkum í heimsókn til að hitta nemendur skólans og ræða við þá um stjórnmálin. Þetta helst fór á samkomuna og fékk að vera með í samtölum nemendanna við frambjóðendur og spyrja nokkurra spurninga. Eftir þá heimsókn má eiginlega fullyrða að það eru húsnæðismálin og líka geðheilbrigðismálin sem eru efst í huga þeirra.