Bati, geðveiki eða dauði
Þetta helst - En podcast av RÚV
![](https://is1-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts112/v4/e2/25/0c/e2250cd9-6ac9-49d7-89dc-ea861c73f14c/mza_10287938585269986150.jpg/300x300bb-75.jpg)
Kategorier:
Fíknsjúkdómur er einn algengasti og alvarlegasti geðsjúkdómur samtímans. Með tilkomu ópíóíðanna er þetta sá sjúkdómur sem veldur dauða flestra á aldrinum 15 ára til fertugs. Samkvæmt nýlegum íslenskum eru um það bil 22 prósent líkur fyrir íslenska karla að verða fíklar einhvern tímann á ævinni og um tíu prósent líkur fyrir konur. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er málshefjandi sérstakrar umræðu á Alþingi í dag um fíknsjúkdóminn og stöðu þeirra sem af honum þjást. Hún gagnrýnir forgangsröðun stjórnvalda þegar kemur að fjármagni og segir yfirvöld ekki taka sjúkdóminn nægilega alvarlega.